Bæklingur um heimastjórnir

Skoða

Fréttir

Sameinað sveitarfélag tekur til starfa

Sameinað sveitarfélag tekur til starfa

Fyrsti fundur sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags fór fram í gær, þann 7. október. Sameiningin hefur þar með formlega tekið gildi. Á fundinum fór fram fyrri umræða um tillögu að nafni á sveitarfélagið. Með vísan til niðurstöðu nafnakönnunar, sem fram fór þann 27....

read more
Úrslit í kjöri til fyrstu sveitarstjórnar

Úrslit í kjöri til fyrstu sveitarstjórnar

Kosið var til fyrstu sveitarstjórnar í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi þann 19. september. Kjörsókn var 63,5%, en á Borgarfirði var kjörsókn 80%. Á Djúpavogi var kjörsókn 73,56%, á Seyðisfirði 72,57% og á Fljótsdalshéraði 59,83%. Ný sveitarstjórn tekur við...

read more
Úrslit fyrstu heimastjórnakosninga

Úrslit fyrstu heimastjórnakosninga

Kosið var til heimastjórna í fyrsta sinn samhliða sveitarstjórnarkosningum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi þann 19. september. Tveir fulltrúar voru kosnar í hverja sveitarstjórn á Borgarfirði, Djúpavogi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði og tveir til vara....

read more

Myndasafn

Markmið og skipulag

Markmið verkefnisins er að undirbúa tillögu að sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar til afgreiðslu sveitarstjórna og í kjölfarið atkvæðagreiðslu meðal íbúa í samræmi við 119. gr. sveitarstjórnarlaga

Markmið samstarfsnefndar er að sameining sveitarfélaganna leiði til bættrar þjónustu, öflugri stjórnsýslu og aukins árangurs í byggða- og samgöngumálum.

Vinnuheiti verkefnisins er Sveitarfélagið Austurland og er vefsíðan www.svausturland.is

Mikil áhersla er lögð á samráð við starfsfólk og íbúa við undirbúning tillögunnar. Starfshópar eru að störfum við að greina stöðu málaflokka og þjónustu og munu þeir leggja fram tillögur að framtíðarsýn. Í apríl verða haldnir íbúafundir í hverju sveitarfélagi þar sem leitað verður eftir sjónarmiðum íbúa.

Atkvæðagreiðsla fer fram 26. október 2019.

Sveitarfélögin

Borgarfjarðarhreppur

Heimasíða: www.borgarfjordureystri.is
Netfang: borg@eldhorn.is
Íbúafjöldi 1. desember 2018: 109

Borgarfjörður er nyrsta byggð hinna eiginlegu Austfjarða. Sveitarfélagið er allvíðlent og tekur til Njarðvíkur í norðri og Borgarfjarðar sem er byggðarhluti sveitarfélagsins og síðan Víkna og Loðmundarfjarðar sem framan af síðust öld var sérstakt sveitarfélag.

Djúpavogshreppur

Heimasíða: www.djupivogur.is
Netfang: djupivogur@djupivogur.is
Íbúafjöldi 1. desember 2018: 474

Djúpavogshreppur er syðsta sveitarfélagið í Suður‐Múlasýslu og varð til við sameiningu Búlandshrepps, Geithellahrepps og Beruneshrepps, þann 1. október 1992.

Djúpavogshreppur nær yfir Berufjörð, Hamarsfjörð, Álftafjörð, dalina upp af þeim, þ.e. Hamarsdal, Geithellnadal og Flugustaðadal. Kauptúnið Djúpivogur stendur á Búlandsnesi milli Hamarsfjarðar og Berufjarðar og er þéttbýliskjarni sveitarfélagsins.

Fljótsdalshérað

Heimasíða: www.egilsstadir.is
Netfang: egilsstadir@egilsstadir.is
Íbúafjöldi 1. desember 2018: 3.605

Fljótsdalshérað er landmesta sveitarfélag á Íslandi og nær yfir um 8.900 ferkílómetra lands. Það afmarkast af Jökulsá á Fjöllum í vestri að Biskupshálsi um Möðrudalsheiði og Háreksstaðaheiði, norður Smjörfjöll og Hellisheiði norður í Kollumúla í Héraðsflóa. Að austanverðu afmarkast það frá Bótarhnjúkum, þaðan um Breiðdalsheiði og Austurfjöll í Skriðdal yfir á Fagradal um Gagnheiði og um Austurfjöllin í Gripdeild í Héraðsflóa og Vatnajökli og Öxi í suðri. Stór hluti sveitarfélagsins er óbyggður enda er um helmingur af flatarmáli sveitarfélagins hálendi með jöklum, vötnum og lítt grónu landi.

Á Fljótsdalshéraði er sterk byggð í dreifbýlinu með blómleg landbúnaðarsvæði og smærri þjónustukjarna á Hallormsstað, Eiðum og Brúarási.

Seyðisfjarðarkaupstaður

Heimasíða: www.sfk.is
Netfang: sfk@sfk.is
Íbúafjöldi 1. desember 2018: 692

 Seyðisfjörður liggur inn frá Seyðisfjarðarflóa frá austri til vesturs og beygir til suðurs innst þar sem kaupstaðurinn er fyrir botni fjarðarins við rætur Bjólfs að norðanverðu og Strandartinds að sunnan. Mörk sveitarfélagsins eru í grófum dráttum á vatnaskilum fjallgarðanna sem aðskilja Seyðisfjörð og Mjóafjörð í suðri, Fljótsdalshérað í vestri og Loðmundarfjörð í norðri.

Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1895. Kaupstaðurinn náði til byggðarinnar á Öldu, Búðareyri og Vestdalseyri. Eyrarnar og bæirnir út með firðinum tilheyrðu Seyðisfjarðarhreppi. Árið 1990 voru Seyðisfjarðarhreppur og Seyðisfjarðarkaupstaður sameinaðir með lögum.

Spurningar og svör

Mig langar til að vita helstu galla sameiningarinnar?
Í greiningarvinnunni voru helstu gallar eða ógnanir við að þessi sveitarfélögin sameinist metnir vera þessir
  • Íbúar í fámennari byggðunum missi áhrif
  • Sérstaða og kraftur minni samfélaganna tapist
  • Fjárhagur sveitarfélagsins verði ekki nægilega sterkur
Við úrvinnslu og tillögugerð var reynt að mæta þessu ógnunum með því að þróa Heimastjórnarhugmyndina, leggja áherslu á að varðveita sérstöðu og greina fjárhaginn til langs tíma. 
Hvað gerist ef sameining verður samþykkt af hluta sveitarfélaganna en ekki allra?

Þótt tillaga um sameiningu hljóti ekki samþykki meirihluta kjósenda í öllum sveitarfélögunum sem að tillögunni stóðu, er sveitarstjórnum sveitarfélaga þar sem sameiningartillaga hlýtur samþykki meirihluta kjósenda heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga  a.m.k. 2/ 3 sveitarfélaganna og í þeim sveitarfélögum búi a.m.k. 2/ 3 hlutar íbúa á svæðinu.

Hverjir mega greiða atkvæði?

Íslenskir ríkisborgarar sem eiga lögheimili í einu þeirra sveitarfélaga sem um ræðir og hafa náð 18 ára aldri á kjördag geta kosið um sameiningu. Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag hafa kosningarétt. Aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili á Íslandi í fimm ár samfellt fyrir kjördag hafa einnig kosningarétt. Miðað er við skráningu lögheimilis þremur vikum fyrir kjördag.

Hvað myndi nýtt sveitarfélag heita?

Nafn nýs sveitarfélags liggur ekki fyrir. Sveitarstjórn velur nafnið, en líklegt er að haldin yrði íbúakosning þar sem valið yrði á milli tillagna frá íbúum.

Hvað fá íbúar á Fljótsdalshéraði fái út úr þessari sameiningu? Það hefur lítið verið gert á Fljótsdalshéraði síðustu árin til að ná skuldaviðmiðinu niður fyrir 150%. Hvernig verður okkar staða betri við að taka við fleiri og flóknari verkefnum?

Sveitarfélagið náði því markmiði að skuldaviðmið sveitarfélagsins fari undir 150% á árinu 2018. Mikil skuldsetning sveitarfélagsins var til komin vegna mikilla fjárfestinga í uppbyggingu innviða á árunum fyrir hrun og fram til ársins 2010. Fjárfest var í uppbyggingu grunn- og leikskóla, íþróttamannvirkja og félagsaðstöðu fyrir aldraða þannig að sveitarfélagið hefur ekki verið í þörf fyrir viðbótaruppbyggingu hvað þessa grunninnviði varðar á undanförnum árum.

Á undanförnum árum verið ráðist í fjárfestingu við byggingu 40 rýma hjúkrunarheimilis sem kostaði sveitarfélagið um 1,5 milljarð kr. Samhliða því var rekstri dvalarheimilis fyrir aldraða breytt í leigufélag fyrir fólk eldri en 60 ára og fjárfest í 12 nýbyggðum íbúðum til viðbótar þeim sem fyrir voru.

Þessi misserin er unnið að ýmsum framkvæmdum, svo sem uppsetningu útikörfuboltavallar á milli grunnskólans á Egilsstöðum og íþróttamiðstöðvarinnar sem og sparkvallar á suðursvæði og mun hvoru tveggja verða tekið í notkun á yfirstandandi ári. Unnið er að byggingu fimleika- frjálsíþróttahúss í tengslum við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum í samstarfi við íþróttafélagið Hött sem stefnt er að verði tekin í notkun árið 2020. Einnig er stefnt að því að hefja framkvæmdir við Menningarhús á Egilsstöðum, Sláturhúsið og burst tvö við Safnahúsið, síðar á þessu ári og er stefnt að því að ljúka þeim framkvæmdum árið 2022. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir framkvæmdum við leikskólabyggingu auk framtíðaraðstöðu fyrir tónlistarskóla. Það er þannig mikið um að vera á Fljótsdalshéraði og mun sameining við hin sveitarfélögin þrjú ekki hafa þau áhrif að horfið verði frá þessum framkvæmdum.

 

Verði af sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga þá verður til víðfeðmt fjölkjarna sveitarfélag með annarskonar stjórnsýslu en til staðar er hjá Fljótsdalshéraði í dag. Það er mat þeirra er að þessum málum hafa komið að sameiningin skapi tækifæri á að þróa stjórnsýsluna til bættrar þjónustu fyrir alla íbúa hins sameinaða sveitarfélags.

Bættar samgöngur byggðakjarnanna breyta ekki miklu fyrir íbúa á Fljótsdalshéraði, þeir eru ekki að sækja þjónustu til hinna sveitarfélaganna

Bættar samgöngur við aðra byggðakjarna munu skapa tækifæri í atvinnuþróun t.d. með tengingu alþjóðaflugvallar á Egilsstöðum og vöruflutningahafnar á Seyðisfirði. Betri samgöngur við stærstu ferðamannastaði landsins á Suðurlandi og í Reykjavík skapa líka mikil tækfæri fyrir Austurland.

Í sameinuðu sveitarfélagi verður fjölbreyttara atvinnulíf heldur en er til staðar í hverju og einu sveitarfélaganna í dag. Með sameiningu þeirra aukast líkur á að einstakir þættir atvinnulífsins muni ná að vaxa og dafna til hagsbótar fyrir allt svæðið sem mun leiða til þess að bæði nýir íbúar sem og atvinnurekendur sjái tækifæri í því að staðsetja sig á Austurlandi til frambúðar.

Ef það er áhugi á að vinna saman því þá ekki allt Austurland?

Það er umfangsmikið samstarf milli sveitarfélaga á Austurlandi á vettvangi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Austurbrú, Skólaskrifstofu Austurlands og félagsþjónustu, svo dæmi sé tekið. Áður en ákvörðun um sameiningarviðræður var tekin, var öllum sveitarfélögum sem eru aðilar að félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs boðið að taka þátt, þ.e. sveitarfélögin fjögur auk Fljótsdalshrepps og Vopnafjarðarhrepps. Eftir skoðanakönnun meðal íbúanna ákváðu Fljótsdalshreppur og Vopnafjarðarhreppur að taka ekki þátt í sameiningarviðræðunum. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.

Verða íþróttafélögin sameinuð?

Sveitarfélögin hafa ekki áhrif á það hvort sjálfstæð og frjáls félög sameinast, hvort sem það eru íþróttafélögin, björgunarsveitir eða önnur félög.

Hvað verður um þorrablótin ef sameining verður samþykkt?

Þorrablótin eru ekki haldin á vegum sveitarfélaganna. Sameining sveitarfélaganna hefur því ekki bein áhrif á það hvort þau verða haldin áfram á hverjum stað fyrir sig.

Verða skólarnir sameinaðir ef sameining verður samþykkt?

. Í ljósi þeirra fjarlægða sem eru milli byggðakjarna lagt upp með að það verði áfram leik-og grunnskólar í hverjum kjarna.

Er atkvæðagreiðslan bindandi?

Já niðurstaða kosninga um sameiningu er bindandi fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir.

Hvað gerist ef tillagan er samþykkt?

Ef sameiningin er samþykkt skipa sveitarstjórnir hlutaðeigandi sveitarfélaga sérstaka stjórn sem hefur það hlutverk að undirbúa stofnun nýs sveitarfélags. Hver sveitarstjórn skipar þrjá fulltrúa í stjórnina. Hlutverk stjórnarinnar er að semja samþykkt um stjórn og fundarsköp hinnar nýju sveitarstjórnar sem gilda mun fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett sérstök samþykkt. Stjórnin tekur einnig ákvarðanir um fjárhagsmálefni hins nýja sveitarfélags, tekur saman yfirlit yfir allar samþykktir og reglugerðir sem gilda í þeim sveitarfélögum sem sameinuð hafa verið og skal hefja vinnu við endurskoðun þeirra og samræmingu.

Hvar er kosið?

Upplýsingar um kjörstaði og opnunartíma má finna hér á heimasíðunni undir Kosningar

Mun þjónusta á minni stöðunum verða sú sama og áður?

Samhljómur er í samstarfsnefndinni um að útibú ráðhúss verði rekið á þeim stöðum þar sem í dag eru skrifstofur sveitarstjórnar. Sameinað sveitarfélag mun líklega hafa meiri burði til að veita faglega þjónustu en sveitarfélögin hvert í sínu lagi.

Hvernig eru eignir sveitarfélaganna metnar svo sem lönd og jarðir?

Eignir sveitarfélaganna eru almennt metnar í fasteignamati sem framkvæmt er af Þjóðskrá Íslands. Ef til eru nýrri upplýsingar, svo sem kaupverð lands eða fasteigna, eða stofnverð fasteigna, þá er byggt á þeim upplýsingum

Af hverju eru Fljótsdalshreppur og Fjarðabyggð ekki með í viðræðum?

Við undirbúning verkefnisins var horft til sameiningar sveitarfélaganna sex sem vinna saman að félagsþjónustu og brunavörnum, þ.e. Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Vopnafjarðarhrepps. Lögð var fram spurningakönnun og voru íbúar fjögurra sveitarfélaga áhugasamir um að kanna kosti og galla sameiningar. Í ljósi þess var ákveðið að hefja formlegar sameiningarviðræður milli þessara fjögurra sveitarfélaga. Fjarðabyggð hefur nýlega sameinast Breiðdalshreppi og er að vinna í því verkefni. 

Hvar verður ráðhúsið?

Lagt er upp með að á hverjum stað verði ,,Heimastjórn” sem hafi tiltekin verkefni. Líklegt er að þungamiðja stjórnsýslunnar verði á Egilsstöðum, en samhljómur er í samstarfsnefndinni um að starfsstöð verði á hverjum stað.

Munu skattar og gjöld hækka við sameininguna?

Útsvarshlutfall sveitarfélaganna fjögurra er hið sama, 14,52% sem er lögbundið hámark. Fasteignaskatta þarf að samræma sem mun þýða hækkun fyrir einhverja gjaldendur og hugsanlega lækkun fyrir aðra. Í kynningarefninu er samanburður á fasteignagjöldum. 

Hvað verða margir í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags?

Lagt er til að í sveitarstjórn verði 11 fulltrúar. Í kynningarefninu má sjá nánari útfærslu stjórnskipulagstillagna.

Hvað sparast við sameiningu?

Við fjárhagslega greiningu var ekki lagt upp með að leita sparnaðartækifæra, heldur er gert ráð fyrir að sparnaður leiði til betri þjónustu. 

Við sameiningu sveitarfélaganna fækkar sveitarstjórum úr fjórum í einn. Fyrir liggur að vaxtakostnaður mun lækka. 

Mun vægi sveitarfélaganna í landshlutasamtökum sveitarfélaga minnka

Hvert sveitarfélag sem á aðild að Samtökum sveitarfélaga á Austurlandi á einn fulltrúa í stjórn samtakanna. Við sameiningu sveitarfélaganna fjögurra myndi fulltrúum því fækka um þrjá og sameinað sveitarfélag eiga einn fulltrúa í stað fjögurra áður. Að líkindum munu stærri sveitarfélögin fara fram á breytingu á fjölda fulltrúa og atkvæðavægi innan SSA.

Hversu miklar áherslur eru lagðar á samgöngumál og hverjar eru þær helstar?

Samstarfsnefndin hefur lagt mjög mikla áherslu á samgöngumál, enda eru þau forsenda þess að vel takist til við sameininguna. Fulltrúar Samstarfsnefndarinnar hafa heimsótt alla þingflokka á Alþingi og áttu í kjölfarið fund með samgönguráðherra. Þar var höfuðáhersla lögð á að hönnun Fjarðarheiðargangna verði á Samgönguáætlun 2020 og framkvæmdum lokið fyrir 2030, að Axarvegur verði fullhannaðar áður 2019 og útboð fari fram 2020 og að Borgarfjarðarvegur verði byggður upp og lagður bundnu slitlagi fyrir 2023. Að lokum að Egilsstaðaflugvöllur verði skilgreindur sem Flughlið inn í landið og fjármagn verði tryggt til uppbyggingar flughlaða og akstursbrautar.

Skólamál hafa verið rædd svolítið og það hefur komið fram að það verða áfram leik og grunnskólar í hverjum kjarna, en hvernig verður með grunnskólann í Brúarási?

Ekki er gert ráð fyrir að neinum skólum verði lokað vegna sameiningar sveitarfélaganna.

Finnurðu ekki svarið við þinni spurningu?

Sendu okkur spurningu og við reynum eftir fremsta megni að svara henni.

 

8 + 6 =

Translate »
WordPress Video Lightbox
Share This