Íbúafundir 1.-4. apríl

Samstarfsnefnd boðar til íbúafunda í næstu viku. Fundirnir hafa það markmið að koma á samtali milli samstarfsnefndar og íbúa um sameiningartillöguna og fá fram sjónarmið og ábendingar íbúa áður en endanleg tillaga um sameinað sveitarfélag verður lögð fram.

Á síðunni fundargerðir má finna fundargerðir samstarfsnefndarinnar og minnisblöð frá starfshópum málaflokka. Starfshóparnir hafa unnið hugmyndir að uppbyggingu stjórnskipulags og skipulagi fjármála og einstakra málaflokka. Íbúar eru hvattir til kynna sér efni minnisblaðana fyrir fundina, en það verður kynnt lauslega í upphafi funda. Gert er ráð fyrir um klukkustund í innlegg og kynningar á hugmyndum starfshópa. Að því loknu fara fram umræður þar sem kallað verður eftir ábendingum og athugasemdum, rætt um hvaða þætti er mikilvægt að varðveita í hverju sveitarfélagi og hvaða áskoranir eru framundan.

Fundirnir hefjast kl. 18:00 og er stefnt að fundarslitum kl. 21:30. Boðið verður upp á súpu og brauð. Kynningum á síðasta fundinum, á Hótel Valaskjálf, verður streymt á netinu.

1. apríl í Fjarðarborg, Borgarfjarðarhreppi

2. apríl í Herðubreið, Seyðisfjarðarkaupstað

3. apríl á Hótel Framtíð Djúpavogshreppi

4. apríl á Hótel Valaskjálf Fljótsdalshéraði

Translate »
WordPress Video Lightbox