Einstaklingum sem vilja gefa kost á sér til heimastjórna býðst að kynna sig og sín áherslumál á vefsíðunni svausturland.is

Hér má finna upplýsingar um þá frambjóðendur sem hafa gefið kost á sér. Á næstu dögum munu bætast við frambjóðendur eftir því sem vefsíðunni berast nýjar upplýsingar. 
Vakin er athygli á að allir kjósendur á kjörskrá á viðkomandi svæði eru í framboði til heimastjórna og þurfa ekki sérstaklega að gefa kost á sér. Vefsíðan stendur þeim til boða sem vilja nýta hana. 
Frambjóðendum er boðið að senda mynd af sér og stuttan kynningartexta á netfangið heimastjorn@svausturland.is
Að hámarki 200 orð. Í efninu þarf að koma fram nafn og heimilisfang frambjóðanda, sem eru þær upplýsingar sem kjósendur þurfa að skrá á kjörseðilinn.

Translate »
WordPress Video Lightbox