Nafnakosning

Samhliða forsetakosningum þann 27. júní greiða íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar atkvæði um sex tillögur að heiti á nýtt sveitarfélag.

Kosningaaldur í könnun um heiti sveitarfélagsins miðast við 16 ára aldur og geta erlendir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum líka tekið þátt. Þátttakendum verður boðið upp á raðval með því að velja fyrsta og annan valkost.  Niðurstöður eru ekki bindandi og mun ný sveitarstjórn taka ákvörðun um nýtt heiti þegar hún kemur til starfa í október. 

Auglýst var eftir hugmyndum að heiti á sameinað sveitarfélag í upphafi ársins og bárust 112 tillögur með 62 hugmyndum að heitum á nýtt sveitarfélag. Sautján tillögur fóru til umsagnar hjá Örnefnanefnd. Greidd verða atkvæði um eftirfarandi tillögur. Með því að smella á tillögu má finna ítarlegan texta um hvert heiti. 

Sýnishorn af atkvæðaseðli.

Hér til hliðar sést sýnishorn af atkvæðaseðli og dæmi um hvernig skal merkja við hann ef nafnið Austurþing er fyrsti valkostur og nafnið Múlaþinghá er annar valkostur.

Dæmið er sett fram til skýringar.

Translate »
WordPress Video Lightbox
Share This