Hlutverk samstarfsnefndar

Samstarfsnefndin er skipuð á grundvelli 119. gr. sveitarstjórnarlaga, en hlutverk hennar er að vinna álit um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra sem íbúar taka afstöðu til í atkvæðagreiðslu.
Þegar samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu um sameiningu skulu viðkomandi sveitarstjórnir taka málið á dagskrá og hafa tvær umræður um málið án atkvæðagreiðslu.  Að lokinni umræðu sveitarstjórna skal fara fram atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameininguna.

Samstarfsnefndin er verkefnisstjórn verkefnisins. Með verkefnisstjórn starfa verkefnisstjórar; Róbert Ragnarsson og Páll Björgvin Guðmundsson.

Samstarfsnefnd fundar að jafnaði annan og fjórða mánudag í mánuði.

Skýrslan 27.05.19. Sveitarfélagið Austurland

Fulltrúar í samstarfsnefnd

Í samstarfsnefndinni sitja þrír fulltrúar frá hverju sveitarfélagi. Auk þeirra eiga oddvitar sveitarstjórna og bæjarstjórar sem ekki eru kjörnir í nefndina seturétt með málfrelsi og tillögurétt.

Fulltrúar

Anna Alexandersdóttir, Fljótsdalshéraði
Bergþóra Birgisdóttir, Djúpavogshreppi
Björn Ingimarsson, Fljótsdalshéraði. Formaður
Elvar Snær Kristjánsson, Seyðisfjarðarkaupstað
Eygló Björg Jóhannsdóttir, Seyðisfjarðarkaupstað
Gauti Jóhannesson, Djúpavogshreppi
Helgi Hlynur Ásgrímsson, Borgarfjarðarhreppi
Hildur Þórisdóttir, Seyðisfjarðarkaupstað
Jakob Sigurðsson, Borgarfjarðarhreppi
Jón Þórðarson, Borgarfjarðarhreppi
Steinar Ingi Þorsteinsson, Fljótsdalshéraði
Þorbjörg Sandholt, Djúpavogshreppi

Translate »
WordPress Video Lightbox
Share This