Frá fundum starfshópa

Hér birtast samantektir frá fundum starfshópa. Mikilvægt er að hafa í huga að í starfshópum eru fjölmargar hugmyndir ræddar, en það eru ekki endanlegar ákvarðarnir.

Fjármál og stjórnsýsla

Hlutverk hópsins er að leggja mat á stjórnsýsluna eins og hún er í dag og hvaða breytingar eru líklegar komi til sameiningar. Sérstaklega verði fjallað um möguleika til að tryggja áhrif íbúa á tilgreind nærþjónustuverkefni, til dæmis með skipan ,,Heimastjórna” með skýrar heimildir til ákvarðana. Samanber 132. gr. svstjl. nr. 138/2011. Einnig verða skoðaðar leiðir í rafrænni stjórnsýslu sem geta aukið skilvirkni í þjónustu og afgreiðslu mála gagnvart íbúum sveitarfélaganna, þ.mt. með aukinni sjálfsþjónustu.

Fjárhagsstaða sveitarfélaganna verði greind og mat lagt á það hver yrðu áhrif sameiningar á þróun fjárhags sveitarfélaganna.

Minnisblað. Fjármál og stjórnsýsla

Fræðslu-og félagsþjónusta

Hlutverk hópsins er að meta stöðu fræðslu- og félagsþjónustu í dag og hver séu líkleg áhrif sameiningar sveitarfélaganna á þá starfsemi. Sérstaklega verði litið til sérfræðiþjónustu á sviðum fræðsluþjónustu, svo sem málefni barna með sérþarfir.

Sveitarfélögin reka saman í dag félagsþjónustu og eru í samstarfið við önnur sveitarfélög á Austurlandi um sérfræðiþjónustu skóla. Farið verður m.a. yfir skipulag, áherslu og möguleika á vettvangi fræðslu-, félags- og sérfræðiþjónustu í nýju sveitarfélagi.

Minnisblað. Fræðslu-og félagsmál

Umhverfis-og skipulagsmál

Hlutverk hópsins er að yfirfara og rýna gildandi aðalskipulög sveitarfélaganna og áherslur í umhverfismálum. Meta hvaða áhrif sameining sveitarfélaganna hefði á þróun í umhverfis-og skipulagsmálum. Framtíðarsýn í skipulagsmálum nýs sveitarfélaga er mikilvægur þáttur í sameiningarferlinu.

Minnisblað. Umhverfis- og skipulagsmál

Menningarmál

Hlutverk hópsins er að fara yfir skipulag, áherslur og möguleika á vettvangi menningarmála í nýju sveitarfélagi.

Minnisblað.Menningarmál

Íþrótta-og tómstundamál

Hlutverk hópsins er að farayfir skipulag, áherslur og möguleika á vettvangi íþrótta og tómstundamála í nýju sveitarfélagi.

Minnisblað. Íþrótta- og tómstunda

Eignir, veitur og B hluta fyrirtæki

Hlutverk hópsins er að leggja mat á viðhaldsþörf eigna sveitarfélagsins þ.m.t. gatna, veitna, hafna og húsnæðis. Einnig fjárfestingarþörf ofangreindra þátta komandi ára m.v. fyrirliggjandi spár um mannfjölda. Þá verði einnig horft til annara innviðauppbyggina sveitarfélaganna sem hugsanlega þarf að ráðast í á komandi árum. Þá verði staða félagslegs húsnæðis yfirfarin og skoðuð í samhengi við húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna.

Minnisblað. Eignir, veitur og B hlutar

Atvinnulíf, innviðir og byggðaþróun

Samstarfsnefndin sjálf fjallar um verkefnið og leggur mat á stöðuna í dag og hvaða áhrif er líklegt að sameining sveitarfélaganna hafi á atvinnulíf, uppbyggingu innviða, framkvæmdir við samgöngumannvirki, almenningssamgöngur og byggðaþróun. Framtíðarsýn verði mörkuð.

Minnisblað.Samgöngur, atvinnulíf og byggðamál

Translate »
WordPress Video Lightbox
Share This