Ný heimasíða samstarfsnefndar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur litið dagsins ljós.

Hér er ætlunin að kynna upplýsingar sem varða sameiningarferlið og vinnuna við undirbúning atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaganna, flytja fréttir af starfinu við undirbúning og svara þeim spurningum sem kunna að brenna á íbúum. Mörgum spurningum er enn ósvarað og efni síðunnar mun því aukast eftir því sem nær dregur atkvæðagreiðslunni. Síðan er með öðrum orðum ætluð til þess að halda utanum verkefnið, en er ekki opinber síða sveitarfélags eða grunnur að heimasíðu sveitarfélags ef til sameiningar kemur. 

Á síðunni má finna fundargerðir samstarfsnefndar, lýsingu á verkefninu framundan og þegar verkefninu vindur fram munu koma frekari upplýsingar um íbúafundi, skýrslur og aðrar upplýsingar um verkefnið.

Translate »
WordPress Video Lightbox