Kosning

 

Kosningar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fara fram 26. október næstkomandi.

Kosningarnar fara fram í samræmi við lög um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 og verður kosið í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Framkvæmd kosninga er í höndum kjörstjórna.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr.138/2011 verður sveitarfélag ekki sameinað öðrum sveitarfélögum nema fleiri kjósendur í atkvæðagreiðslu fylgjandi henni en andvígir. Það þýðir að niðurstaða í hverju sveitarfélagi fyrir sig gildir. Þó er sveitarstjórnum sveitarfélaga þar sem sameiningartillaga hlýtur samþykki heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga þótt tillaga samstarfsnefndar hljóti ekki samþykki í öllum sveitarfélögunum sem að tillögunni stóðu, enda sé um að ræða a.m.k. 2/3 sveitarfélaganna og í þeim sveitarfélögum búi a.m.k. 2/ 3 hlutar íbúa á svæðinu.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin og er hægt að kjósa hjá sýslumönnum land allt og hjá sendiráðum erlendis. Hægt verður að kjósa utan kjörfundar í hverju sveitarfélagi síðustu 3 vikur fyrir kjördag.

Á Borgarfirði
Á Hreppsstofu á opnunartíma skrifstofunnar.
Á Fljótsdalshéraði.
Bókasafn Héraðsbúa milli kl. 15:00 og 18:00 virka daga.
Á skrifstofu sýslumanns á opnunartíma skrifstofunnar.
Á Djúpavogi.
Skrifstofu Djúpavogshrepps á opnunartíma skrifstofunnar.
Á Seyðisfirði.
Á skrifstofu sýslumanns á opnunartíma skrifstofunnar.

Í sameiningarkosningum eiga námsmenn sem búsettir eru á Norðurlöndunum rétt á því að vera teknir á kjörskrá en þeir þurfa að sækja sérstaklega um það hjá Þjóðskrá Íslands á þar til gerðu eyðublaði (K-101) ásamt því að skila inn staðfestingu á námsvist. Hægt er að kjósa í sendiráðum Íslands í viðkomandi landi.

Translate »
WordPress Video Lightbox
Share This