Í vikunni hefur Samstarfsnefnd haldið íbúafundi á hverjum stað, auk þess að funda með nemendum í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Samtals hafa rúmlega 500 manns sótt fundina, auk á annað hundrað sem hafa fylgst með í streymi.
Fundarfólk var mjög virkt við að koma spurningum og ábendingum á framfæri, en tæplega 200 spurningar komu fram. Fundunum var streymt á fésbókarsíðum sveitarfélaganna og gátu gestir í fundarsal og þeir sem heima sátu sent inn spurningar með rafrænum hætti. Á fundunum var þeim spurningum svarað sem fengu flesta þumla og voru fundarfólki því efst í huga. Á hverjum fundi var milli 20 og 30 spurningum svarað.
Hér að neðan má sjá algengustu spurningar sem fram komu á fundunum og svör við þeim. Margar spurninganna sem bárust vörðuðu sömu viðfangsefni og er því hægt að finna svör við ýmsum spurningum þó þær séu ekki orðaðar eins. Að auki er bent á spurningar og svör sem áður hafa borist í gegnum vefsíðuna.

Spurningar og svör.

Kynningarglærur.

Translate »
WordPress Video Lightbox