Fyrsti fundur sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags fór fram í gær, þann 7. október. Sameiningin hefur þar með formlega tekið gildi. Á fundinum fór fram fyrri umræða um tillögu að nafni á sveitarfélagið. Með vísan til niðurstöðu nafnakönnunar, sem fram fór þann 27. júní, og með hliðsjón af lögbundinni umsögn Örnefnanefndar, samþykkti sveitarstjórn að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Múlaþing.

Eitt sveitarfélag en mörg samfélög. Teiknari: Elín Elísabet

Gert er ráð fyrir að síðari umræða um nafn og Samþykktir um stjórn og fundarsköp fari fram á næsta fundi og í kjölfarið staðfesti sveitarstjórnarráðuneytið heitið. Þegar heitið hefur fengið staðfestingu opnar ný vefsíða Múlaþings, en vefsíður eldri sveitarfélaganna verða aðgengilar áfram þangað til annað verður ákveðið.

Verkefninu Sveitarfélagið Austurland sem hófst í 1. nóvember 2018 lýkur við það að ný sveitarstjórn tekur til starfa og heldur áfram innleiðingu nýs sveitarfélags.

Fundargerð fyrsta fundar er aðgengileg á vefsíðum eldri sveitarfélaganna, m.a. hér.

Translate »
WordPress Video Lightbox