Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur staðfest sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í eitt sveitarfélag. Í því felst að ráðuneytið hefur staðfest Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins, sem þjóna sama hlutverki og lög félaga. Þá hefur ráðuneytið lagt mat á hvort sameiningarferlið er nægilega vel undirbúið til þess að hægt sé að boða til sveitarstjórnarkosninga. Sveitarstjórnarkosningar munu fara fram 18. apríl næstkomandi og munu íbúar samhliða kjósa fulltrúa í Heimastjórnir. Auk þess verður atkvæðagreiðsla um tillögur að nafni á sveitarfélagið.

Sjá nánar á vef Stjórnartíðinda. Auglýsing um staðfestingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í eitt sveitarfélag.

Translate »
WordPress Video Lightbox