Fulltrúar samstarfsnefndar heimsóttu alla þingflokka á Alþingi á fimmtudag og föstudag, og enduðu á heimsókn til Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra. Fulltrúar samstarfsnefndar sveitarfélaganna voru Jakob Sigurðsson Borgarfirði, Gauti Jóhannesson Djúpavogi, Aðalheiður Borgþórsdóttir Seyðisfirði, Björn Ingimarsson Fljótsdalshéraði og Róbert Ragnarsson verkefnisstjóri.

Á fundunum var verkefnið Sveitarfélagið Austurland kynnt þingmönnum og ráðherra og óskað eftir stuðningi við framgang þess. Markmið sveitarfélaganna er að sameining sveitarfélaganna leiði til bættrar þjónustu, öflugri stjórnsýslu og aukins árangurs í byggða- og samgöngumálum. Dregið var fram að markmið verkefnisins er í fullu samræmi við stefnu Alþingis og ríkisstjórnar í byggða-og samgöngumálum.

Aðaláhersla var lögð á stuðning þings og ráðherra við samgöngubætur og útfærslu á nýrri leið við stjórnskipulag í sameinuðu sveitarfélagi.

Stefnt er að því að í Sveitarfélaginu Austurland verði einföld, skýr og skilvirk stjórnsýsla. Lagt er upp með að heimamenn í hverju hinna eldri sveitarfélaga hafi forræði á tilteknum verkefnum í svokölluðum Heimastjórnum. Sú hugmynd var rædd við þingmenn og mismunandi útfærslur reifaðar.

Jakob og Björn ræða mögulega legu ganga undir Fjarðarheiði

Framtíðarsýn samstarfsnefndar er að Fjarðarheiðargöng, Axarvegur og Borgarfjarðarvegur verði í fyrsta forgangi samgönguáætlunar og eitt helsta baráttumál nýs sveitarfélags.

Viðbrögð þingmanna og ráðherra við verkefninu og áherslum samstarfsnefndar voru jákvæð án þess að loforð liggi fyrir um tímasetningar framkvæmda. Fram kom að Borgarfjarðarvegur er á samgönguáætlun og útboð hefur farið fram. Framkvæmdir munu hefjast á þessu ári.

Axarvegur er 2. og 3. tímabili samgönguáætlunar og hönnun hafin. Krafa samstarfsnefndar er verkhönnun ljúki á þessu ári og að útboð fari fram á árinu 2020 og framkvæmdum ljúki fyrir 2022.

Fjarðarheiðargöng eru á 2. og 3. tímabili samgönguáætlunar. Það þýðir að hönnun og ætti að fara fram 2023 til 2028 og framkvæmdir á tímabilinu 2028-2033. Jafnvel síðar.  Talsverðar rannsóknir hafa farið fram, m.a. hafa verið gerðar jarðvegsrannsóknir í heiðinni. Kröfur samstarfsnefndar eru að fjármagn til fullnaðarhönnunar verði tryggt á árinu 2020 og að verkefnið færist á 1. og 2.

Seyðisfjörður er þjóðleið milli Íslands og Evrópu og miðstöð farþegaflutninga og vöruflutninga. Fjarðarheiðargögn tryggja greiðar samgöngur milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs allt árið um kring, auk þess að opna möguleika á að leggja hitaveitu og neysluvatn frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar. Þá var lögð áhersla á að Egilsstaðaflugvöllur verði byggður upp sem Flughlið inn í landið og fjármagn tryggt til uppbyggingar flughlaða og akstursbrautar.

Minnisblað sem kynnt var fyrir þingmönnum má nálgast hér.

Á mynd: Jakob Sigurðsson, Gauti Jóhannesson, Aðalheiður Borgþórsdóttir, Björn Ingimarsson og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður í Alþingishúsinu

Translate »
WordPress Video Lightbox