Í kjölfar þess að íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna voru myndaðir starfshópar sem vinna að innleiðingu sameiningarinnar. Hlutverk starfshópa var m.a. að kortleggja þær samþykktir, reglur og gjaldskrár sem gilda á málasviði þeirra og gera tillögu að samræmingu þeirra eða endurskoðun. Alls eru rúmlega 250 reglur, samþykktir, áætlanir og gjaldskrár til staðar í sveitarfélögunum fjórum.

Mikilvægt er að hafa í huga að hlutverk starfshópa afmarkaðist við undirbúning og innleiðingu nýs sveitarfélags á verkefnistíma til vors 2020. Verkefnin eru að mestu leyti af hagnýtum toga við að yfirfara og ræða verklag og ferla. Stefnumótun og ákvarðanir sem geta skuldbundið nýtt sveitarfélag bíða þar til sveitarfélagið hefur tekið til starfa eftir sveitarstjórnarkosningar.

Hér á síðunni, undir flipanum Starfshópar, má sjá minnisblöð frá vinnu starfshópanna sem lögð voru fram á fundi Undirbúningsstjórnar 9. mars.

Translate »
WordPress Video Lightbox