Skipulag innleiðingar sameinaðs sveitarfélags hefur verið ákveðið. Sem fyrr er lögð áhersla á samráð við undirbúninginn. Liður í þeirri viðleitni er að valdið hafa verið starfshópar sem vinna að undirbúningnum. Fulltrúar í starfshópum eru að mestu starfsfólk sveitarfélaganna. Verkefnið framundan er að mynda öfluga stjórnsýslu og starfsemi og þar er starfsfólkið í lykilhlutverki. Upphafsfundur starfshópa fer fram 10. janúar næstkomandi.

Undirbúningsstjórn er stjórn verkefnisins og ber ábyrgð á framgangi þess. Undirbúningsstjórn hittist mánaðarlega á verkefnistímanum. Í undirbúningsstjórn sitja 15 fulltrúar. Verkefnisstjóri er starfsmaður undirbúningsstjórnar.
Hlutverk stjórnar til undirbúnings nýs sveitarfélags er skilgreint í 122. og 125. grein sveitarstjórnarlaga. Þar eru eftirfarandi verkefni tilgreind:

  • Að gera tillögu að því með hvaða hætti sameingin skuli taka gildi.
  • Að gera tillögu að kjördegi.
  • Að semja samþykkt um stjórn og fundarsköp hinnar nýju sveitarstjórnar sem gilda mun fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett sérstök samþykkt.
  • Að taka ákvarðanir um fjárhagsmálefni hins nýja sveitarfélags.
  • Að taka saman yfirlit yfir allar samþykktir og reglugerðir sem gilda í þeim sveitarfélögum sem sameinuð hafa verið.
  • Að hefja vinnu við endurskoðun og samræmingu samþykkta og reglugerða.

Sveitarstjórnir hafa jafnframt falið undirbúningsstjórn að gera tillögu að verklagi við val á nafni fyrir nýtt sveitarfélag og vinna að mannauðsmálum.
Framkvæmdahópur er undirbúningsstjórn til stuðnings, en í þeim hópi sitja bæjar-og sveitarstjórnar ásamt verkefnisstjóra. Framkvæmdahópurinn ber ábyrgð á að framkvæma ákvarðanir Undirbúningsstjórnar og undirbúa mál. Framkvæmdahópurinn hittist 1-2 í mánuði á verkefnistímanum.

Hlutverk starfshópa er að kortleggja þær samþykktir, reglur og gjaldskrár sem gilda á málasviði þeirra og gera tillögu að samræmingu þeirra eða endurskoðun. Starfshópar hafa samráð við aðila á viðkomandi málasviði, bæði til að afla nauðsynlegra upplýsinga og miðla upplýsingum um verkefnið.
Mikilvægt er að hafa í huga að hlutverk starfshópa afmarkast við að undirbúning og innleiðingu nýs sveitarfélags á verkefnistíma til vors 2020. Verkefnin eru að mestu leyti af hagnýtum toga við að yfirfara og ræða verklag og ferla. Stefnumótun og ákvarðanir sem geta skuldbundið nýtt sveitarfélag þurfa að bíða þar til sveitarfélagið hefur tekið til starfa.

Translate »
WordPress Video Lightbox