Starfshópar fyrir samþykkt sameiningar

Samstarfsnefndinni til aðstoðar við að greina stöðu sveitarfélaganna, meta kosti og galla og vinna hugmyndir að framtíðarsýn hafa verið skipaðir starfshópar um mismunandi málaflokka. Í þeim sitja starfsfólk sveitarfélagann, kjörnir fulltrúar og aðrir þeir sem þekkja vel til í hverju sveitarfélagi. Hvert sveitarfélag tilnefndi sína fulltrúa. Áætlað er að hóparnir skili af sér 8. mars næstkomandi.

Hér að neðan má sjá minnisblað með hugmyndum hvers starfshóps. Mikilvægt er að hafa í huga að hugmyndirnar eru settar fram til umræðu á íbúafundum.

Fjármál og stjórnsýsla

Hlutverk hópsins er að leggja mat á stjórnsýsluna eins og hún er í dag og hvaða breytingar eru líklegar komi til sameiningar. Sérstaklega verði fjallað um möguleika til að tryggja áhrif íbúa á tilgreind nærþjónustuverkefni, til dæmis með skipan ,,Heimastjórna” með skýrar heimildir til ákvarðana. Samanber 132. gr. svstjl. nr. 138/2011. Einnig verða skoðaðar leiðir í rafrænni stjórnsýslu sem geta aukið skilvirkni í þjónustu og afgreiðslu mála gagnvart íbúum sveitarfélaganna, þ.mt. með aukinni sjálfsþjónustu.

Fjárhagsstaða sveitarfélaganna verði greind og mat lagt á það hver yrðu áhrif sameiningar á þróun fjárhags sveitarfélaganna.

Minnisblað. Fjármál og stjórnsýsla

Fræðslu-og félagsþjónusta

Hlutverk hópsins er að meta stöðu fræðslu- og félagsþjónustu í dag og hver séu líkleg áhrif sameiningar sveitarfélaganna á þá starfsemi. Sérstaklega verði litið til sérfræðiþjónustu á sviðum fræðsluþjónustu, svo sem málefni barna með sérþarfir.

Sveitarfélögin reka saman í dag félagsþjónustu og eru í samstarfið við önnur sveitarfélög á Austurlandi um sérfræðiþjónustu skóla. Farið verður m.a. yfir skipulag, áherslu og möguleika á vettvangi fræðslu-, félags- og sérfræðiþjónustu í nýju sveitarfélagi.

Minnisblað. Fræðslu-og félagsmál

Umhverfis-og skipulagsmál

Hlutverk hópsins er að yfirfara og rýna gildandi aðalskipulög sveitarfélaganna og áherslur í umhverfismálum. Meta hvaða áhrif sameining sveitarfélaganna hefði á þróun í umhverfis-og skipulagsmálum. Framtíðarsýn í skipulagsmálum nýs sveitarfélaga er mikilvægur þáttur í sameiningarferlinu.

Minnisblað. Umhverfis- og skipulagsmál

Menningarmál

Hlutverk hópsins er að fara yfir skipulag, áherslur og möguleika á vettvangi menningarmála í nýju sveitarfélagi.

Minnisblað.Menningarmál

Íþrótta-og tómstundamál

Hlutverk hópsins er að farayfir skipulag, áherslur og möguleika á vettvangi íþrótta og tómstundamála í nýju sveitarfélagi.

Minnisblað. Íþrótta- og tómstunda

Eignir, veitur og B hluta fyrirtæki

Hlutverk hópsins er að leggja mat á viðhaldsþörf eigna sveitarfélagsins þ.m.t. gatna, veitna, hafna og húsnæðis. Einnig fjárfestingarþörf ofangreindra þátta komandi ára m.v. fyrirliggjandi spár um mannfjölda. Þá verði einnig horft til annara innviðauppbyggina sveitarfélaganna sem hugsanlega þarf að ráðast í á komandi árum. Þá verði staða félagslegs húsnæðis yfirfarin og skoðuð í samhengi við húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna.

Minnisblað. Eignir, veitur og B hlutar

Atvinnulíf, innviðir og byggðaþróun

Samstarfsnefndin sjálf fjallar um verkefnið og leggur mat á stöðuna í dag og hvaða áhrif er líklegt að sameining sveitarfélaganna hafi á atvinnulíf, uppbyggingu innviða, framkvæmdir við samgöngumannvirki, almenningssamgöngur og byggðaþróun. Framtíðarsýn verði mörkuð.

Minnisblað.Samgöngur, atvinnulíf og byggðamál

Starfshópar eftir samþykkt sameiningar

Í kjölfar þess að íbúar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna var að nýju skipað í starfshópa.Hlutverk starfshópa var að kortleggja þær samþykktir, reglur og gjaldskrár sem gilda á málasviði þeirra og gera tillögu að samræmingu þeirra eða endurskoðun.

Mikilvægt er að hafa í huga að hlutverk starfshópa afmarkaðist við undirbúning og innleiðingu nýs sveitarfélags á verkefnistíma til vors 2020. Verkefnin eru að mestu leyti af hagnýtum toga við að yfirfara og ræða verklag og ferla. Stefnumótun og ákvarðanir sem geta skuldbundið nýtt sveitarfélag þurfa að bíða þar til sveitarfélagið hefur tekið til starfa.

Hér fyrir neðan má sjá minnisblöð frá starfi starfshópanna sem lögð voru fram á fundi Undirbúningsstjórnar 9. mars. Í þeim eru hugmyndir og tillögur sem ný sveitarstjórn tekur til umræðu og afgreiðslu að afloknum kosningum.  Starfshópar um fjármál og rafræna stjórnsýslu halda áfram störfum við innleiðingu og starfshópur um stjórnsýslu er nú að vinna úr tillögum annarra hópa og mun leggja fram tillögur á næstu vikum.

Starfshópur Fjármála

Starfshópur um rafræna stjórnsýslu

Starfshópur. fræðslumál og félagsþjónusta

Starfshópur. Eignir, veitur og hafnir

Starfshópur um íþrótta-menningar og tómstundamál

 

Translate »
WordPress Video Lightbox
Share This