Valdið er hjá íbúunum
Valdið er hjá íbúunum

Samstarfsnefnd hefur samþykkt að vísa áliti sínu um tillögu um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar til umræðna í sveitarstjórnum sveitarfélaganna. Álit samstarfsnefndarinnar er að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í eitt.

Í kjölfar umræðna í sveitarstjórnum verður stöðugreining og forsendur fyrir mögulegri sameiningu kynnt fyrir íbúum.

Tillaga nefndarinnar er í samræmi við 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga. Þar segir að þegar samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu um sameiningu skulu viðkomandi sveitarstjórnir taka málið á dagskrá. Skal hafa tvær umræður um málið án atkvæðagreiðslu. 

Að lokinni umræðu sveitarstjórna skal fara fram atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameininguna. Viðkomandi sveitarstjórnir ákveða sameiginlega hvenær atkvæðagreiðsla fer fram og skal kosið sama dag í öllum viðkomandi sveitarfélögum. Samstarfsnefnd leggur til að atkvæðagreiðslan fari fram 26. október næstkomandi.

Translate »
WordPress Video Lightbox