Á laugardaginn verður gengið til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra. Síðustu vikur hefur samstarfsnefnd kynnt tillöguna og forsendur hennar. Hér á vefnum er hægt að finna ýmislegt efni um tillöguna, spurningar og svör frá íbúafundum og upplýsingar um hvernig kosningarnar fara fram.

Samstarfsnefnd hvetur íbúa til að taka þátt og láta sig málið varða. Það er mikilvægt að fá góða kosningaþátttöku og niðurstöður um þetta mikilvæga verkefni.

Kjörfundir fara fram í hverju sveitarfélagi og verða þeir opnir sem hér segir:
Kjörfundur í Seyðisfjarðarkaupstað fer fram í Íþróttamiðstöðinni frá kl. 10 til 22.
Kjörfundur í Djúpavogshreppi fer fram í Tryggvabúð frá kl. 10 til 18.
Kjörfundur á Fljótsdalshéraði fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum frá kl. 9 til 22.
Kjörfundur í Borgarfjarðarhreppi fer fram á Hreppsskrifstofu frá kl. 9 til 17.

Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum land allt og hjá sendiráðum erlendis. Þá er hægt að kjósa utan kjörfundar í hverju sveitarfélagi.

Á Borgarfirði
Á Hreppsstofu á opnunartíma skrifstofunnar.
Á Fljótsdalshéraði
Bókasafn Héraðsbúa milli kl. 15:00 og 18:00 virka daga.
Á skrifstofu sýslumanns á opnunartíma skrifstofunnar.
Á Djúpavogi
Skrifstofu Djúpavogshrepps á opnunartíma skrifstofunnar.
Á Seyðisfirði
Á skrifstofu sýslumanns á opnunartíma skrifstofunnar.

Translate »
WordPress Video Lightbox