Örnefnanefnd hefur skilað umsögnum um 17 tillögur að heitum sem Nafnanefnd sendi til umsagnar þann 17. febrúar. Þær 17 tillögur voru unnar úr 112 tillögur með 67 hugmyndum að nöfnum á nýtt sveitarfélag.

 

 

Umsagnir Örnefnanefndar eru aðgengilegar hér, en í stuttu máli skiptast umsagnirnar í þrjá flokka. Heiti sem Örnefnanefnd mælir með, þau sem nefndin mælir ekki með og þau sem hún leggst gegn.
Örnefnanefnd mælir með eftirfarandi heitum:
• Múlabyggð
• Múlaþinghá
Örnefnanefnd mælir ekki með heitunum:
• Austurbyggð
• Austurþing
• Austurþinghá
• Múlaþing

Örnefnanefnd leggst gegn heitunum:

 

 

• Austurbyggðir
• Drekabyggð
• Drekabyggðir
• Drekaþing
• Drekaþinghá
• Eystraþing
• Eystribyggð
• Eystribyggðir
• Eystriþinghá
• Múlabyggðir
• Sveitarfélagið Austri

 

 

Translate »
WordPress Video Lightbox