Kosið var til heimastjórna í fyrsta sinn samhliða sveitarstjórnarkosningum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi þann 19. september. Tveir fulltrúar voru kosnar í hverja sveitarstjórn á Borgarfirði, Djúpavogi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði og tveir til vara. Sveitarstjórn velur þriðja fulltrúa í heimastjórn úr sínum röðum og er hann tengiliður heimastjórnar við sveitarstjórn. Starfsmaður heimastjórnar er fulltrúi sveitarstjóra á hverjum stað og mun nýkjörin sveitarstjórn taka ákvörðun um þær ráðningar.

Í raun voru allir sem eru á kjörskrá í viðkomandi hluta sveitarfélagsins í framboði til heimastjórnar og því ekki um formleg framboð að ræða eins og þekkist við listakosningar. Þeim einstaklingum sem vildu gefa sérstaklega kost á sér var boðið að kynna sig á síðunni svausturland.is og þáðu 18 einstaklingar það boð.

Umferð um vefsíðuna jókst jafnt og þétt síðustu dagana fyrir kosningar og voru gestir fyrst og fremst að kynna sér þá sem gáfu kost á sér. Að kvöldi kjördags voru kynnt nöfn þeirra sem náðu kjöri sem aðalmenn. Upplýst verður um varamenn innan tíðar.

Borgarfjörður
Alda Marín Kristinsdóttir, 30 atkvæði
Ólafur Arnar Hallgrímsson, 27 atkvæði

Varamenn
Björn Aðalsteinsson, 5 atkvæði
Jón H. Sigmarsson, 4 atkvæði

Djúpivogur
Kristján Ingimarsson, 47 atkvæði
Ingi Ragnarsson, 41 atkvæði

Varamenn
Sigrún Eva Grétarsdóttir, 28 atkvæði
Bergþóra Birgisdóttir, 16 atkvæði

Fljótsdalshérað
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, 463 atkvæði
Jóhann Gísli Jóhannsson, 163 atkvæði

Varamenn
Björgvin Stefán Pétursson, 108 atkvæði
Skúli Björnsson, 90 atkvæði

Seyðisfjörður
Ólafur Hr. Sigurðsson, 171 atkvæði
Rúnar Gunnarsson, 76 atkvæði

Varamenn
Skúli Vignisson, 36 atkvæði
Aðalheiður Borgþórsdóttir, 26 atkvæði

Heimild: austurfrett.is og yfirkjörstjórn

Translate »
WordPress Video Lightbox