Kosið var til fyrstu sveitarstjórnar í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi þann 19. september. Kjörsókn var 63,5%, en á Borgarfirði var kjörsókn 80%. Á Djúpavogi var kjörsókn 73,56%, á Seyðisfirði 72,57% og á Fljótsdalshéraði 59,83%. Ný sveitarstjórn tekur við 4. október næstkomandi og þá tekur hið sameinaða sveitarfélag formlega gildi.

Viðbúið er að göngur og réttir, og heimsfaraldur kórónaveiru hafi haft áhrif á kjörsókn. Þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu var góð.
Atkvæði féllu á eftirfarandi hátt:
B listi Framsóknarflokks: 420 atkvæði, 19%, 2 fulltrúar
D listi Sjálfstæðisflokks: 641 atkvæði, 29%, 4 fulltrúar
L listi Austurlista: 596 atkvæði, 27%, 3 fulltrúar
M listi Miðflokks: 240 atkvæði, 11%, 1 fulltrúi
V listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: 294 atkvæði, 13%, 1 fulltrúi
Auðir: 53
Ógildir: 7
Á kjörskrá: 3.518
Atkvæði greiddu: 2.233 eða 63,5%
Eftirtalin náðu kjöri sem aðalfulltrúar í sveitarstjórn:
- Gauti Jóhannesson, D-lista
- Hildur Þórisdóttir, L-lista
- Stefán Bogi Sveinsson, B-lista
- Berglind Harpa Svavarsdóttir, D-lista
- Kristjana Sigurðardóttir, L-lista
- Jódís Skúladóttir, V-lista
- Þröstur Jónsson, M-lista
- Elvar Snær Kristjánsson, D-lista
- Vilhjálmur Jónsson, B-lista
- Eyþór Stefánsson, L-lista
- Jakob Sigurðsson, D-lista
Heimild: austurfrett.is