Talningu atkvæða sem greidd voru við nafnakönnun í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar lauk á níunda tímanum í kvöld.

Á kjörskrá voru 3.618 og 2.232 greiddu atkvæði í könnuninni, eða 62%. Kjósendum var heimilt að velja tvö nöfn að því gefnu að auðkennt væri fyrsta og annað val.

Úrslit þegar aðeins var talið fyrsta val voru þessi:

Múlaþing 731
Drekabyggð 619
Austurþing 405
Múlaþinghá 187
Múlabyggð 164
Austurþinghá 54

Þegar saman var talið fyrsta og annað val breyttist röð nafnanna ekki en samanlögð atkvæði í fyrsta og annað val féllu þannig:

Múlaþing 1028

Drekabyggð 774

Austurþing 645

Múlaþinghá 332

Múlabyggð 329

Austurþinghá 131

Aðeins um helmingur kjósenda nýtti þann rétt sinn að velja tvö nöfn, en aðrir völdu aðeins einn kost.

Auðir seðlar voru 35 og ógildir 37.

Niðurstöðurnar ganga til nýrrar sveitarstjórnar sem kjörin verður í september og mun hún velja sveitarfélaginu nafn.

Translate »
WordPress Video Lightbox