Slagkraftur og samstaða í samgöngumálum

Íbúafundir á Borgarfirði og Seyðisfirði um sameiningu Borgarfjarðahrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa verið mjög vel sóttir. Á Borgarfirði mættu um 30% íbúanna í Fjarðarborg og á Seyðisfirði mættu tæplega 15% íbúanna á fundi Herðubreið.

Að lokinni kynningu á helstu hugmyndum um uppbyggingu stjórnsýslu nýs sveitarfélags, fjármálum og þjónustu einstakra málaflokka tóku íbúar þátt í umræðum. Þar voru dregin fram þau atriði sem fólk er sammála um, ósammála um og mögulegar breytingatillögur. Sóknartækifæri eru greind og farið sérstaklega yfir það sem heimamenn vilja varðveita.

Á báðum fundunum kom fram mikill stuðningur við hugmyndir um uppbyggingu einfalds og skilvirks stjórnkerfis með tiltölulega fjölmennri sveitarstjórn og heimastjórnum á hverjum stað.

Eitt sveitarfélag en mörg samfélög. Teiknari: Elín Elísabet

Íbúafundir halda áfram á Hótel Framtíð á Djúpavogi kl. 18 í dag 3. apríl og Valaskjálf á Egilsstöðum 4. apríl kl. 18.

Translate »
WordPress Video Lightbox